Allt að 500 íbúðir í Ölfusi

Fulltrúar Hamrakórs og Ölfuss undirrituðu samkomulag til tíu ára um …
Fulltrúar Hamrakórs og Ölfuss undirrituðu samkomulag til tíu ára um uppbyggingu í nágrenni Þorlákshafnar. Ljósmynd/Aðsend

Samkomulag til tíu ára um byggingu nýrrar byggðar í Ölfusi var undirritað í dag af Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Ölfuss, og Gísla Steinari Gíslasyni, fyrir hönd fyrirtækisins Hamrakórs. Fyrirhuguð fjárfesting nemur að minnsta kosti á annan tug milljarða, að því er segir í fréttatilkynningu.

Samkomulagið snýr að samstarfi við skipulagningu á allt að 12 hektara svæði auk gatnagerðar og annarra þátta er þarf að greiða úr áður en framkvæmdir hefjast. Gert er ráð fyrir að byggðar verði allt að fjögur til fimm hundruð íbúðir á svæðinu sem er miðsvæðis í Þorlákshöfn.

Þá segir að markmiðið sé að hagkvæm og umhverfisvæn byggð rísi á svæðinu sem styrki Ölfus í sessi sem eftirsóknarverðan búsetukost. „Gangi áætlanir eftir verður hægt að hefja markvissan undirbúning núna á vordögum og verklegar  framkvæmdir í beinu framhaldi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert