Stór áfangi og hátíðleg stund

Siguður Ingi Jóhannsson, sveitastjórna- og samgönguráðherra fékk góða leiðsögn í …
Siguður Ingi Jóhannsson, sveitastjórna- og samgönguráðherra fékk góða leiðsögn í hvernig ætti að bera sig að. Með ráðherra í för var Hreinn Haraldsson fyrrverandi vegamálstjóri. Ljósmynd/G. Pétur Matthíasson

„Það kemur flestum á óvart hvað þetta er mikill hávaði,“ segir Gísli Eiríksson forstöðumaður jarðganga hjá Vegagerðinni. Slegið var í gegn í Dýrafjarðargöngum í dag þegar síðasta haftið á milli Dýra­fjarðar og Arn­ar­fjarðar var sprengt. Gísli segir í samtali við mbl.is að þetta hafi verið stór áfangi og hátíðleg stund, en fjöldi fólks var samankominn í göngunum til að fylgjast með.

„Það var komið saman 1.300 metra inni í göngunum,“ segir hann. Voru gestir keyrðir inn fyrstu 800 metrana og svo var gengið síðustu 500 metrana og var búið að koma ræðupúlti og veisluborði fyrir í einu útskotinu. Fulltrúar sveitstjórna á svæðinu, nokkrir þingmenn og starfsmenn Vegagerðarinnar á Ísafirði voru viðstaddir. Síðan bauð verktakinn Þingeyringum að vera einnig viðstaddir,“ segir Gísli og kveður Þingeyringa hafa fjölmennt á staðinn.

Mikill fjöldi fólks var samankominn í Dýrafjarðargöngum í dag til …
Mikill fjöldi fólks var samankominn í Dýrafjarðargöngum í dag til að fylgjast með þegar slegið var í gegn. Ljósmynd/Guðlaugur J. Albertsson

Verktakinn Guðmundur Ólafson verkefnastjóri hjá Suðurverki, Sigurður Ingi Jóhannsson sveitastjórna- og samgönguráðherra og fulltrúi gangaverktakans Metrostav fluttu allir ávörp í göngunum og svo söng karlakór nokkur lög. „Það er góður hljómburður í svona göngum,“ segir Gísli og kveður þetta hafa verið hátíðlega stund. 

Að því loknu var sprengt. „Það kemur flestum á óvart hvað þetta er mikill hávaði,“ segir hann og útskýrir að haftið sé sprengt í nokkrum bútum. Fyrst miðjan, svo sitthvoru megin við og loks toppurinn.

Sigurður Ingi Jóhannsson sveitastjórna- og samgönguráðherra sagði eft­ir­vænt­ingu og gleði …
Sigurður Ingi Jóhannsson sveitastjórna- og samgönguráðherra sagði eft­ir­vænt­ingu og gleði hafa legið í loft­inu þegar langþráðum áfanga var náð. Ljósmynd/Guðlaugur J. Albertsson

Áttum skilið að fá ein göng sem gengju almennilega

Göngin verða  5,6 km þegar þau eru tilbúinn en gerð Dýrafjarðarganga hefur gengið betur en ýmis önnur göng undanfarinna ára og er vinna við þau á undan áætlun. „Við áttum þetta orðið skilið, að fá ein göng sem gengju almennilega,“ segir Gísli og kveður gert ráð fyrir að vinnu við þau verði lokið 1. september 2020. Hann segist ekki gera ráð fyrir að göngin verði tilbúinn fyrr, en gerð þeirra verði hins vegar vonandi lokið á nokkurn veginn réttum tíma.

Ráðherra styður hér á hnappinn og sprengir haftið.
Ráðherra styður hér á hnappinn og sprengir haftið. Ljósmynd/G. Pétur Matthíasson

Framundan er að hreinsa burt grjótið sem sprengt var í gegn í dag, og að því loknu þarf að fullstyrkja veggina, en vinnu við að fullstyrkja loftið er gott sem lokið. Að því loknu þarf að leggja lagnir svo vatn fari úr göngunum Arnarfjarðarmegin, áður en klæðningu verður komið fyrir og vegurinn svo malbikaður áður en öllum rafmagnsbúnaði er komið þar fyrir.

„Það er ansi mikil vinna að ganga frá því öllu,“ segir Gísli og bætir við: „Að sumu leyti er þessi síðari hluti verksins flóknari og það þarf að skipuleggja hann vel.“

Stór hópur fólks kom saman í Dýrafjarðargöngum.
Stór hópur fólks kom saman í Dýrafjarðargöngum. Ljósmynd/G. Pétur Matthíasson
Gestum var boðið upp á veitingar í göngnum.
Gestum var boðið upp á veitingar í göngnum. Ljósmynd/G. Pétur Matthíasson
Horft yfir í göngin hinum megin við haftið.
Horft yfir í göngin hinum megin við haftið. Hrein Haraldsson fyrrverandi vegamálstjóra
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert