Vongóð um opnun gönguleiðar að Dettifossi á morgun

Mikið vatnsrennsli er við Dettifoss.
Mikið vatnsrennsli er við Dettifoss. Ljósmynd/Vatnajökulsþjóðgarður

„Það er ennþá töluvert rennsli en við erum vongóð um að geta opnað á morgun,“ segir Guðmundur Ögmundsson þjóðgarðsvörður í Vatna­jök­ulsþjóðgarði. Leiðin að Dettifossi verður áfram lokuð í dag, þriðja daginn í röð, vegna vatnavaxta.

Vatnið er smám saman að sjatna á svæðinu og til að mynda er lítið vatn orðið eftir á bílastæðinu við Dettifoss.

Í gær var unnið að því að ræsa fram vatn og grafa grunna skurði til að hleypa vatninu í gegn. Guðmundur segir það hafi gengið vel og það hafi eflaust hjálpað til við að þurrka fyrr upp göngustígana á svæðinu.

Landvörður verður áfram með lokunarpóst í dag við þjóðveginn sem er um 25 km frá Dettifossi.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert