250 þúsund króna munur vegna aldurs

Miklar líkur eru á því að fólk lendi í árekstri …
Miklar líkur eru á því að fólk lendi í árekstri á fyrstu árunum í umferðinni, segir TM.

Um 250 þúsund króna munur getur verið á ábyrgðartryggingu ökutækis á milli tryggingarfélaga, miðað við tilboð sem ungur ökumaður fékk í ökutækjatryggingu frá tveimur tryggingarfélögum.

Var verðið á ábyrgðartryggingunni um 36.000 krónur hjá Verði en um 287.000 krónur hjá TM. Ökumaðurinn, sem fæddur er 1995, segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi fengið þær upplýsingar frá TM að aldur hafi haft megináhrif á verðlagninguna. Var honum greint frá því að hann væri í áhættuhópi til 27 ára aldurs. Ökumaðurinn segir að ekki hafi skipt máli að bíllinn hafi verið í hans eigu í rúm sex ár og væri tjónlaus.

Kjartan Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri einstaklingsráðgjafar og markaðsmála hjá TM, segir í viðtali við Morgunblaðið að aldur sé ein af þeim breytum sem vegi þungt þegar áhætta ökumanna sé metin. Hann segist ekki geta gefið upp nákvæmar upplýsingar um hvenær aldur hættir að hafa áhrif á verðlagningu hjá TM. Það sé þó á milli tvítugs og þrítugs en að upp úr 25 ára aldri fari aldur að hafa minni áhrif á iðgjöldin, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert