Allt að 16 stiga hiti á Norðausturlandi

Sú gula mun láta sjá sig fyrir norðan þegar líða …
Sú gula mun láta sjá sig fyrir norðan þegar líða fer á daginn. mbl.is/Hari

Föstudagurinn langi verður vætusamur á Suður- og Vesturlandi en útlitið er heldur betra á Norðaustur- og Austurlandi þar sem verður léttskýjað og allt að 16 stiga hiti.

Spáð er suðaustan átt, víða 13-18 m/s, og rigningu eða súld, en útlit er fyrir talsverða rigningu suðaustanlands síðdegis. Hiti verður á bilinu 7 til 12 stig. Spáð er heldur hægari vindi um austanvert landið, og léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi og allt að 16 stiga hiti þar.

Þá dregur heldur úr vindi og úrkomu seinnipartinn. Spáð er suðvestan átt í nótt með skúrum en veður fer kólnandi og búast má við éljum til fjalla á morgun. Hiti 3 til 8 stig á morgun, en áfram þurrt og bjart norðaustantil á landinu og hiti að 12 stigum.

Útlit er fyrir fínasta ferðaveður í dag samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar, en þoka er á Hellisheiði og á Fróðárheiði. Þá er bent á að hálendisleiðir eru flestar ófærar og á mörgum þeirra er akstursbann. 

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert