Gæðabakstur hækkar verð um 6,2%

„Síðustu ár hefur Gæðabakstur/Ömmubakstur unnið hörðum höndum að því að …
„Síðustu ár hefur Gæðabakstur/Ömmubakstur unnið hörðum höndum að því að vera samkeppnishæft á okkar sviði.“ mbl.is/Rósa Braga

Verð á öllum vörum Gæðabaksturs, Ömmubaksturs og Kristjánsbakarís hækka um 6,2% frá og með 1. maí. Í tilkynningu frá framleiðendunum kemur fram að hækkunin sé meðal annars til komin vegna verðhækkunar á hráefnum, svo sem um 30% á hveiti vegna uppskerubrests.

„Launahækkanir spila líka inn í, þá sérstaklega kvöld- og næturtaxtar, þar sem meginstarfsemi Gæðabaksturs fer fram á kvöldin og næturnar. Gengisbreytingar, hækkanir frá birgjum og flutningskostnaður hafa einnig falið í sér mikinn kostnaðarauka.“

Svigrúm til að mæta þessum kostnaðarauka sé afar takmarkað þar sem hráefni, launakostnaður og aðkeypt vinna sé stór liður í starfseminni.

„Síðustu ár hefur Gæðabakstur/Ömmubakstur unnið hörðum höndum að því að vera samkeppnishæf á okkar sviði og geta veitt fyrsta flokks vörur og þjónustu á hagstæðu verði. Okkar markmið er að svo verði áfram.“
 
 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert