Spá versnandi færð fyrir austan

Úrkomuspáin kl. 22 annað kvöld.
Úrkomuspáin kl. 22 annað kvöld. Kort/Veðurstofa Íslands

Það gengur í norðanátt með talsverðri rigningu á Austfjörðum annað kvöld, en snjóar á fjallvegum og því versnandi færð þar, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.

Spáð er suðvestan 8-15 m/s og víða skúrum eða dálítilli rigningu, Það verður úrkomulítið norðaustantil. Hiti verður á bilinu 5 til 13 stig, hlýjast norðaustanlands. Það lægir og styttir upp í nótt.

Spáð er vaxandi norðaustanátt og skýjuðu veðri á morgun, 8-15 austanlands annað kvöld og rigningu, en slydda eða snjókoma til fjalla. Hægari vindur og yfirleitt þurrt um landið vestanvert. Kólnandi veður, hiti 0 til 6 stig annað kvöld.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert