Atli Heimir Sveinsson látinn

Atli Heimir Sveinsson.
Atli Heimir Sveinsson. mbl.is/Árni Sæberg

Atli Heimir Sveinsson er látinn, áttræður að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu tónskáldsins

Atli Heimir var einn af upphafsmönnum nútímatónlistar á Íslandi og jafnvígur á alla tegund tónlistar.

Eftir Atla Heimi liggur mikill fjölda tónverka, þar á meðal tíu einleikskonsertar og sex sinfóníur, auk fjölda einleiks- og kammerverka. Þá samdi hann fjölda sönglaga og kórverka á glæsilegum ferli sínum, m.a. fyrir Hamrahlíðarkórinn, og tónverk hans við ljóð Jónasar Hallgrímssonar og Halldórs Laxness eru þjóðþekkt.

Árið 1976 hlaut Atli Tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs fyrstur Íslendinga, fyrir flautukonsert sinn. Árið 1978 hlaut hann síðan L’ordre du merite culturel frá Póllandi og var var kjörinn meðlimur í Konunglegu sænsku tónlistarakademíuna árið 1993.

Frá afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói í tilefni sjötugsafmælis Atla …
Frá afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói í tilefni sjötugsafmælis Atla Heimis Sveinssonar. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert