Stolin og með röng skráningarnúmer

mbl.is/Eggert

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi og nótt. Einkum þar sem fólk undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna kom við sögu.

Þannig stöðvaði lögreglan bifreið í Breiðholti í Reykjavík á öðrum tímanum í nótt en bifreiðin reyndist vera stolin og með röng skráningarnúmer. Ökumaðurinn er enn fremur grunaður um vörslu fíkniefna, að hafa stolið bifreiðinni og skráningarnúmerunum.

Þá var á fjórða tímanum tilkynnt um umferðaróhapp í Garðabæ en þar hafði bifreið verið ekið meðal annars á stólpa. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Fleiri mál komu inn á borð lögreglunnar af hliðstæðum toga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert