40 athugasemdir bárust vegna Hagasels

Hér sést lóðin við Hagasel 23 þar sem nýr búsetukjarni …
Hér sést lóðin við Hagasel 23 þar sem nýr búsetukjarni er áætlaður. mbl.is/​Hari

Alls bárust 40 athugasemdir vegna fyr­ir­hugaðrar bygg­ing­ar íbúðakjarna fyr­ir fatlað fólk í Haga­seli í Breiðholti. Frestur til að senda inn at­huga­semd­ir um fram­kvæmd­ina til um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykjavíkurborgar var til 16. apríl síðastliðinn. 

Athugasemdirnar eru margar og ljóst að það tekur talsverðan tíma að fara yfir þær, að sögn Berglindar Magnúsdóttur skrifstofustjóra öldrunar- og húsnæðismála velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. 

Hún ítrekar að þetta yrði búsetuúrræði fyrir geðfatlað fólk en ekki fólk í fíknivanda. Velferðarsvið hefur óskað eft­ir fjölda lóða hjá um­hverf­is- og skipu­lagsviði borg­ar­inn­ar því byggja þarf hús­næði fyr­ir á annað hundrað fatlaða ein­stak­linga á næstu 10 árum. 

Um­hverf­is- og skipu­lags­ráð fer yfir athugasemdirnar og að því loknu verður fundur með velferðasviði. Ekki liggur fyrir hvenær sá fundur verður á dagskrá. 

Að minnsta kosti 800 manns skrifuðu und­ir mót­mæla­lista gegn íbúðakjarnanum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert