Ljúka grunnskólanum himinsæl og sólbrún

Alsælir unglingar í 10. bekk í Grunnskólanum á Þórshöfn í …
Alsælir unglingar í 10. bekk í Grunnskólanum á Þórshöfn í útskriftarferðinni sem varð að veruleika.

Betur fór en á horfðist eftir að 10. bekkur á Þórshöfn tapaði ferðasjóði sínum í gjaldþroti WOW air en skólaferðalagið hafði verið staðgreitt til flugfélagsins rétt fyrir gjaldþrot þess.

„Við vorum mjög pirruð og sár þegar það leit út fyrir að við kæmumst ekki í ferðina sem við vorum búin að eyða svona löngum tíma í að safna fyrir. Svo kom frétt um málið í Morgunblaðinu og við fengum rosalega góð viðbrögð – algjörlega óvænt en auðvitað frábær,“ sögðu krakkarnir í 10. bekk. Í kjölfar fréttarinnar höfðu ótrúlega margir samband við Grunnskólann á Þórshöfn og vildu hjálpa þessum krökkum sem misstu fimm ára söfnunarfé sem ætlað var í skólaferðalag þeirra til Tenerife.

„Viðbrögð almennings við þessum fréttaflutningi voru stórkostleg og hafði fólk samband að fyrra bragði og vildi hjálpa til svo nemendur kæmust í útskriftarferð,“ sagði Ásdís Hrönn Viðarsdóttir skólastjóri. „Bæði ég og annað starfsfólk skólans vorum hreinlega með tárin í augunum yfir gjafmildi og væntumþykju fólks.“

Sjá umfjöllun um mál þetta í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert