Minni líkur að bifhjól eigi aðild að slysi

Sniglarnir í árlegu samhjóli 1. maí síðastliðinn.
Sniglarnir í árlegu samhjóli 1. maí síðastliðinn. mbl.is/Hari

Minni líkur eru á að bifhjól eigi aðild að slysi og það eru öruggari ökumenn bifhjóla í umferðinni nú en voru fyrir 10 árum síðan. Á 10 árum hefur fjöldi skráðra bifhjóla aukist um 20% en á sama tíma hefur fjöldi látinna og slasaðra fækkað um 57%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samgöngustofu.

Slysum fækkar á meðal ökumanna þungra bifhjóla. Enginn bifhjólamaður á þungu bifhjól lét lífið árið 2018. Meðaltal látinna og slasaðra á 10 árum er 54 en árið 2018 var sá fjöldi kominn niður í 34 en það er 63% af meðaltalinu. 

Fjöldi skráðra bifhjóla var 7.111 árið 2009 og var kominn í 8.563 árið 2018. Fjöldi látinna og slasaðra var 79 árið 2009 og var kominn niður í 34 árið 2018. 

Fjöldi slasaðra og látinna 2009-2018
Fjöldi slasaðra og látinna 2009-2018 Graf/Samgöngustofa

Mikilvægt er að bifhjólafólk beiti svokölluðum „varnarakstri”, en hluti þess er að: vera alltaf viðbúin mistökum eða yfirsjón annarra vegfarenda, staðsetja sig þannig í umferðinni að aðrir vegfarendur sjái bifhjólið, tryggja sýnileika sinn með t.d. áberandi klæðum og endurskinsvestum, vera viðbúin án tafar að beita bæði fram- og afturbremsu ef eitthvað óvænt á sér stað, vera tilbúin án tafar að gefa hljóð og/eða ljósmerki vegna aðsteðjandi hættu.

Einnig er mikilvægt að bílstjórar séu meðvitaðir um að óvarðir vegfarendur eins og bifhjólafólk, hjólreiðafólk og gangandi eru einnig þátttakendur í umferðinni. Hliðarárekstrar eru önnur algengasta tegund slysa meðal bifhjólafólks og í flestum tilfellum eru þau af völdum ökumanna bifreiða, eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Greint var frá þessari slysatölfræði á meðal ökumanna þungra bifhjóla á vorfundi Samgöngustofu og Snigla sem haldinn var 29. apríl síðastliðinn. 

Slysaþróun með tilliti til fjöldra skráðra þungra bifhjóla - vísitala.
Slysaþróun með tilliti til fjöldra skráðra þungra bifhjóla - vísitala. Graf/Samgöngustofa
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert