Fólk verður í forgangi

Óðinstorgið mun taka miklum breytingum á næstu mánuðum. Bílarnir munu …
Óðinstorgið mun taka miklum breytingum á næstu mánuðum. Bílarnir munu víkja fyrir öflugu mannlífi.

Í sumar verður ráðist í endurbætur á Óðinstorgi og nágrenni. Verkið var boðið út í vetur og hefur innkauparáð borgarinnar samþykkt að ganga til samninga við Bjössa ehf.

Fyrirtækið bauðst til að vinna verkið fyrir rúmar 278 milljónir. Voru það 87% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á rúmar 317 milljónir. Alls bárust fimm tilboð í verkið.

Borgarráð samþykkti fyrir nokkru að bjóða skyldi út framkvæmdir við endurgerð Óðinstorgs og Týsgötu að hluta. Þetta er hluti af verkefninu „Þingholt, torgin þrjú“. Um er að ræða Baldurstorg, Freyjutorg og Óðinstorg.

Helsta viðfangsefni hönnunarsamkeppni var að stuðla að breyttri notkun á torginu frá því sem nú er, en svæðið er að mestu lagt undir bílastæði. Einnig að horfa á lausnir fyrir Óðinsgötu og Týsgötu, sem tengja torgið við Skólavörðustíg á sem bestan hátt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert