Plokkað með ráðherra

Sveitarstjórnarráðstefnu VG, sem stóð í allan dag á Akranesi, lauk undir kvöld með því að gestir réðust í plokk umhverfisráðherra. 

Aðgerðin rímaði vel við efni fundarins sem fjallaði bæði um umhverfis- og heilbrigðismál og héldu bæði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra erindi á fundinum, samkvæmt fréttatilkynningu. 

Loftslagsverkfall ungmenna var sérliður á dagskránni, en Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður Landssambands íslenskra stúdenta, ein af skipuleggjendum Loftlagsverkfallsins, sagði frá hugmyndafræði og kröfum verkfallsins en hún býr á Akranesi.

Átján sveitarstjórnarráðsliðar VG héldu fundinn sem einnig var sóttur af þingmönnum, almennum VG félögum og fleiri gestum, en um sjötíu manns mættu á opna hluta fundarins.

Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður í Skagafirði skipulagði sveitarstjórnarþingið og stýrði fundi.  Heimamenn og langt að komnir sveitarstjórnarmenn tóku svo þátt í plokkinu með umhverfisráðherra að loknum fundi. 

Plokkaðir voru tveir kílómetrar kringum vitann og var pallbíll fenginn ofan af Mýrum til að koma ruslinu á sinn stað, segir enn fremur í tilkynningu.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert