Þriðjungur lóustofns heimsins verpur hér

Lóa leitar fanga í fjöru.
Lóa leitar fanga í fjöru. mbl.is/Bogi Þór Arason

Um þriðjungur heimsstofns heiðlóu verpur hér á landi og um 27% heimsstofns spóa. Hvað varðar stelk þá verpa hér um 12% heimsstofnsins, 10% lóuþræls og 7% af heimsstofni jaðrakans.

Þetta kemur fram í nýrri grein í alþjóðlega vísindaritinu Wader Study sem dr. Lilja Jóhannesdóttir, starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands, vann ásamt félögum sínum við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi og við háskólana í Austur-Anglíu í Bretlandi og í Aveiro í Portúgal. Greinin fjallar um íslenska mófugla: stöðu, ógnir og áskoranir við verndun.

Fjallað er um niðurstöðurnar á heimasíðu Náttúrustofu Suðausturlands og segir þar m.a.: „Greinin er yfirlitsgrein um stöðu algengustu vaðfuglategunda sem verpa í úthaga á Íslandi. Farið er yfir stofnstærðir, lýðfræðilega þekkingu (þá litlu sem til er), stöðu verndar og helstu ógnir sem stafa að þessum tegundum. Hér á Íslandi höfum við ofurstóra vaðfuglastofna (samanborið við nágrannalönd okkar sem mörg hafa gengið alltof harkalega á búsvæði þeirra) sem við höfum skuldbundið okkur til að vernda með þátttöku okkar í fjölda alþjóðlegra samninga,“ að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert