Yngri karlar líklegri til að vilja taka pilluna

Í dag er aðeins í boði getnaðarvarnapilla fyrir konur, en …
Í dag er aðeins í boði getnaðarvarnapilla fyrir konur, en ef slíkt væri í boði fyrir karla væru um 55% íslenskra karla til í að taka hana að staðaldri. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Yngri karlmenn eru líklegri til að vilja taka getnaðarvarnarpillu að staðaldri ef slíkt væri í boði. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem MMA framkvæmdi í febrúar. Um 55% karlmanna sögðust frekar eða mjög jákvæð gagnvart því að taka getnaðarvarnarpilluna og reyndust karlar á höfuðborgarsvæðinu líklegri (60%) en þeir af landsbyggðinni (48%) til að vera jákvæðir.

Aldurshópurinn 18-29 ára var líklegastur til að taka jákvætt í að nota slíka getnaðarvörn, eða 63% svarenda. Jákvæðnin fer svo þverrandi með hækkandi aldri, en þannig sögðust 61% karla á aldrinum 30-49 ára jákvæð og 45% á aldrinum 50-67 ára. Svipaða sögu var að segja hjá þeim sem eru 68 ára og eldri, en 46% þeirra sögðust jákvæð fyrir þessari leið.

Lesa má nánar um niðurstöðurnar á vef MMR. 

Könnunin var framkvæmd dagana 11. til 15. febrúar 2019 og var heildarfjöldi svarenda 934 einstaklingar, 18 ára og eldri. Spurningarnar voru lagðar fram sem hluti af könnunarvagni MMR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert