Spá hlýjum sunnanvindi

Það gæti rignt eftir helgi á höfuðborgarsvæðinu en undanfarnar nætur …
Það gæti rignt eftir helgi á höfuðborgarsvæðinu en undanfarnar nætur hefur verið kalt í veðri fyrir norðan og austan. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Svöl norðanátt og él á Norður- og Austurlandi fram á sunnudag, en lygnir síðan og léttir til. Annars bjart með köflum og úrkomulítið. Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp á sunnudagskvöldinu og fer að rigna syðst.

Suðaustanstrekkingur og víða talsverð rigning framan af mánudegi, en lægir og styttir upp síðdegis. Dagana þar á eftir er útlit fyrir sunnanáttir með hlýindum og úrkomu í minna lagi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Spáin fyrir næstu daga

Norðlæg átt, 5-10 m/s. Él N- og A-lands, einkum við sjávarsíðuna, annars skýjað með köflum eða bjartviðri, en skúrir SA-til síðdegis. Norðvestan 10-15 NA-til á morgun, en annars hægari norðanátt og él á N-verðu landinu, en léttskýjað syðra. Hiti 2 til 9 stig að deginum, mildast syðst, en víða næturfrost, einkum inn til landsins.

Á laugardag:
Norðvestan 10-18 m/s NA-lands, hvassast á annesjum, en annars N-læg átt, 5-13. Él N-til og vægt frost, en léttskýjað og hiti 3 til 8 stig fyrir sunnan. 

Á sunnudag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en vaxandi austanátt og þykknar upp eftir hádegi, 10-18 m/s og fer að rigna S-lands um kvöldið og hlýnar heldur. 

Á mánudag:
Ákveðin sunnan- og suðaustanátt og víða talsverð rigning, en hægari og styttir upp síðdegis. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast fyrir norðan. 

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Hlýjar sunnanáttir með lítils háttar vætu S- og V-lands, en annars þurrt og bjart að mestu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert