Mun breyta rekstrarumhverfi fjölmiðla

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að fjölmiðlafrumvarp, sem endanleg drög liggja nú fyrir um, miði að því að styrkja rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla.

Kristín Þorsteinsdóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, gagnrýnir í leiðara blaðsins í dag að nánast engar breytingar hafa orðið á frumvarpinu eftir að umsagnir bárust frá hagsmunaaðilum og því sé frumvarpið sem fyrr „hvorki fugl né fiskur“.

Lilja vísar gagnrýni Kristínar á bug og segir í samtali við mbl.is að með frumvarpinu sé verið að vinna að því að færa fjölmiðlaumhverfi á Íslandi nær því sem er á hinum Norðurlöndunum.

„Þetta er í fyrsta sinn sem verið er að taka slíkt skref og stuðningur á hvern íbúa verður næst hæstur á Íslandi þegar þetta frumvarp er orðið að lögum. Það má með sanni segja að það sé verið að styrkja rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla og við segjum að þetta sé skref í þeirri vegferð. Þetta hefur ekki verið gert áður og þetta mun breyta rekstrarumhverfi fjölmiðla,“ segir Lilja.

Þá segist hún hafa verið í samskiptum við marga fjölmiðla sem fullyrða að það skipti miklu máli að frumvarpið verði að lögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert