Ekki ráðlegt að fresta gildistöku

Innflutt kjöt mun eiga greiðari leið að markaðnum í haust.
Innflutt kjöt mun eiga greiðari leið að markaðnum í haust. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Formaður atvinnuveganefndar Alþingis og framsögumaður nefndarinnar um frumvarp landbúnaðarráðherra um breytingar á lögum um innflutning á hráu kjöti telur ekki auðvelt að verða við beiðni Bændasamtaka Íslands um að fresta gildistöku breytingarinnar um þrjú ár.

Lilja Rafney Magnúsdóttir vísar í því efni til tveggja lögfræðiálita sem nefndin hafi aflað um þetta atriði. Lögfræðingarnir mæli ekki með frestun.

Bændasamtök Íslands benda í yfirlýsingu á að það sé með öllu óraunhæft að aðgerðaáætlun ráðherra um að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu sem hann kynnti með frumvarpinu hafi einhver raunveruleg áhrif fyrir gildistöku laganna sem áætluð er 1. september í haust. Mikil vinna sé eftir til að útfæra og innleiða tillögurnar og jafnframt eigi eftir að svara veigamiklum spurningum um fjármögnun, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert