Skömmina þarf að orða upphátt

Guðbrandur skrifaði bók sína til að auðvelda fólki að skilja …
Guðbrandur skrifaði bók sína til að auðvelda fólki að skilja fyrirbærið skömm, til að geta tekist á við það hjá sjálfum sér og öðrum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Skömmin er í raun samheiti yfir fjölskyldu af tilfinningum, sem allar hafa sömu kveikjuna. Við upplifum þessar tilfinningar ólíkt og þær geta komið fram á óteljandi vegu. Einmitt það gerir skömmina eina af flóknustu kenndum mannlegrar tilfinningaflóru,“ segir Guðbrandur Árni Ísberg sálfræðingur, sem sendi nýlega frá sér bókina Skömmin – úr vanmætti í sjálfsöryggi.

Hann segir bókina ekki vera sjálfshjálparbók í venjulegum skilningi, heldur sé hann þar að tala um hvað skömm er, og hvernig hún tengist til dæmis við stolt, sjálfsálit, sjálfstraust og ýmis fyrirbæri í daglegu lífi og geðkvilla.

„Ég skrifaði þessa bók til að auðvelda fólki að skilja fyrirbærið skömm til að geta tekist á við það hjá sjálfum sér og öðrum,“ segir Guðbrandur og bætir við að mikilvægt sé að koma þessu efni inn í samfélagið.

Sjá viðtal við Guðbrand í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert