Þúsund flugferðir þingmanna

Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir. mbl.is/Eggert

Tveir þingmenn Vinstri grænna flugu mest allra þingmanna á síðasta ári. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis og þingmaður VG, flaug innanlands fyrir rúmar tvær milljónir en þingmenn fóru alls í tæplega 1.000 flugferðir á síðasta ári.

RÚV greinir frá þessu.

Lilja Rafney er þingmaður VG í Norðvesturkjördæmi og er með lögheimili á Suðureyri. 

Þingmenn fóru í tæplega 600 innanlandsferðir. Tæplega 80 prósent þeirra voru ferðir þingmanna Norðvestur- og Norðausturkjördæma milli heimilis og þings.

Alls fóru alþingismenn í 382 flugferðir til útlanda í fyrra vegna vinnu. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og varaformaður utanríkismálanefndar, flaug mest, eða fyrir rúmar 1,2 milljónir króna.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður VG, er með næstmestan kostnað vegna utanlandsflugs, eða 895 þúsund krónur. 

Ferðir ráðherra eru ekki inni í tölunum, þar sem þeir eru á vegum ráðuneytanna.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert