„Það myndi ekki að drepa fólk að gefa því tækifæri“

Fólk þarf að gera tekið þátt á vinnumarkaði.
Fólk þarf að gera tekið þátt á vinnumarkaði. mbl/Arnþór Birkisson

„Það myndi ekki að drepa fólk að gefa því tækifæri. Við þurfum að gyrða okkur í brók,“ segir Halldóra Þ. Jónsdóttir, forstöðumaður hjá Ási styrktarfélagi, um ráðningar starfsfólks með fötlun og skerta starfsorku.

Hér fyrir neðan er hægt að fylgjast með ráðstefnu ÖBÍ um Allksonar störf fyrir allskonar fólk. 

Hún benti á að það væri mikilvægt fyrir forsvarsmenn fyrir fólk með fötlun að vera duglegt að láta vita af sér. „Fyrirtæki þurfa að opna sig. Við viljum vekja fólk og fyrirtæki til umhugsunar um okkur. Það er mikill mannauður hér sem nýtist ekki en gæti gert það,“ sagði Halldóra. 

Hún benti á fjölmörg fyrirtæki sem hefðu gefið fólki með fötlun tækifæri sem allir hefðu notið góðs af. Viðhorfsbreytingu í samfélaginu þyrfti til.

Í því samhengi nefndi hún ráðningar á leiðbeinendum til Áss en í þeim hópi væri meðal annars fólk sem hefði leitað til Virk starfsendurhæfingar á einhverjum tímapunkti í lífinu.  

„Fólk er hrætt að viðurkenna að það hafi þurft að taka sér tíma til dæmis að vinna úr áfalli. Það vill ekki nefna þetta bil í ferilsskránni. Við lendum í alls konar í lífinu en við þurfum öll að fá tækifærið til að komast aftur í verkefni sem eru í boði,“ segir Halldóra. Þess vegna væri mikilvægt fyrir fólk að fá tækifæri til að halda áfram á sínum forsendum án ótta við fordóma. 

Hvað er hægt að gera? Ekki hvað er að?

Sigurjón Unnar Sveinsson, lögmaður hjá ÖBÍ, ítrekaði skyldu fyrirtækja og stofnanna til að ráða til sín fatlað fólk sem þyrfti að gerast í ríkari mæli. Hann vísaði meðal annars í Samning Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem ekki væri virtur til fulls á Íslandi. 

„Það á ekki að spyrja sig að hvað er að heldur hvað það er sem hægt er að gera svo fólk geti nýtt réttindi sín,“ segir Sigurjón og vísar til þess að í samningnum er kveðið á um að brjóta þurfi niður hindranir fólks. Samfélaginu ber skylda til að lagar sig að margbreytileika mannlífsins sem það gerir í raun ekki meðal annars með takmörkuðu framboði á störfum fyrir fólk með fötlun og skerta starfsgetu. 

„Þetta er einn vinnumarkaður fyrir alla,“ segir Sigurjón. Til þess að það verði í reynd þurfi samtakamátt allra hagsmundaaðila sem kæmi að því að marka stefnu hjá einkafyrirtækjum og hinu opinbera. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert