Fyrsti Þristur kom í gær og 11 koma í dag

Einn Þristur kom frá Bandaríkjunum til Reykjavíkur í gær.
Einn Þristur kom frá Bandaríkjunum til Reykjavíkur í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrsti Þristurinn, af gerðinni DC-3/C-47, í leiðangrinum D-Day Scuadron, kom til Reykjavíkur í gær á leið sinni frá Bandaríkjunum til Frakklands til að taka þátt í athöfn í Normandí 6. júní nk.

Þann dag verða 75 ár liðin frá innrásinni í Normandi sem fjöldi DC-3-véla tók þátt í. Líkt og kom fram í Morgunblaðinu fyrir helgi er mikill viðbúnaður á Reykjavíkurflugvelli vegna komu Þristanna.

Alls fara 15 vélar frá Bandaríkjunum til Frakklands og koma hér við í áföngum. Annar eins fjöldi bætist svo við frá Bretlandi og meginlandi Evrópu. Von er á 11 Þristum til Reykjavíkur í dag og þrír koma síðar í vikunni.

Þá er von á Páli Sveinssyni frá Akureyri í dag en Þristavinafélagið vann í því um helgina að standsetja vélina fyrir sumarið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert