Margar athugasemdir við fyrirhugaðan íbúðakjarna í Hagaseli

Hér sést lóðin við Hagasel 23 þar sem nýr búsetukjarni …
Hér sést lóðin við Hagasel 23 þar sem nýr búsetukjarni er áætlaður. Til vinstri sést í félagsmiðstöðina og Seljakirkja er til hægri, en fyrir miðri mynd handan bílastæðis sést í Rangársel sem hýsir annað búsetuúrræði. mbl.is/​Hari

Alls bár­ust um 60 at­huga­semd­ir vegna fyr­ir­hugaðrar bygg­ing­ar íbúðakjarna fyr­ir fatlað fólk í Haga­seli í Breiðholti. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar fer yfir allar athugasemdir sem bárust og verður þeim svarað með rökstuðningi.

Stór hluti þeirra eru athugasemdir meðal annars við nálægð við öryggisvistun ríkisins í Rangárseli. Sú öryggisvistun er tímabundin.

„Þetta eru margar athugasemdir,“ segir Berglind Magnúsdóttir skrifstofustjóri öldrunar- og húsnæðismála á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. 

Hún segir athugasemdirnar í takt við þá gagnrýni sem hefur komið fram hjá íbúum í nágrenninu. Fjölmargir skrifuðu nafn sitt á mótmælalista vegna fyrirhuguðum íbúðakjarna þar sem bent er á nálægð við fyrrgreinda starfsemi. 

Starfsmenn borgarinnar og stjórnmálamenn hafa varað við fordómum gegn geðfötluðum. Í bókun Mann­rétt­inda- og lýðræðisráðs Reykja­vík­ur­borg­ar frá 12. apríl er meðal annars bent á að þraut­seig mýta sé að fylgni sé á milli geðfötl­un­ar og þess að beita of­beldi. 

Ekki liggur fyrir hvenær endanleg ákvörðun verður tekin. Þegar umhverfis- og skipulagssvið hefur lokið við að svara efnislega öllu athugasemdir verður málið skoðað hjá velferðarsviði áður en umhverfis- og skipulagsráð tekur endanlega ákvörðun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert