Íslandsvinur verðlaunaður á Spáni

Siri Hustvedt.
Siri Hustvedt. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Bandaríski rithöfundurinn Siri Hustvedt hlaut hin virtu bókmenntaverðlaun Asturias á Spáni á dögunum fyrir höfundarverk sitt.

Hún hefur gefið út sex skáldsögur, ljóðabók og greinasöfn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Hustvedt dvaldist sumarlangt á Íslandi þegar hún var þrettán ára og faðir hennar var hér við rannsóknir á Íslendingasögunum. Hefur hún lýst því yfir að sumarið á Íslandi hafi verið eitt það yndislegasta sem hún hafi lifað. Siri Hustved var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík árið 2005.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert