„Allt gekk upp og allir voru glaðir“

Tom Solomon og Lisa Tindle, erlendu hjónin sem sigruðu hvort …
Tom Solomon og Lisa Tindle, erlendu hjónin sem sigruðu hvort um sig í 10 km leiðinni, fá sér hressingu eftir hlaupið. Ljósmynd/Jónas Erlendsson

Mýrdalshlaupið var hlaupið í dag og mikil lukka var meðal þátttakenda. Hluti leiðarinnar er í fjöru, sem leiðir svo upp fjall og endar í Vík í Mýrdal. Nýlunda í ár var sú að boðið var upp á 23 kílómetra leið. Það var uppselt fyrir viku í þann flokk.

„Þetta gekk rosalega vel. Allt gekk upp og allir voru glaðir,“ segir Ragnheiður Högnadóttir, forsvarsmaður Mýrdalshlaupsins í ár. Hún segir þátttökuna hafa verið mjög góða, um 150 hafi tekið þátt. 100 í hvorum flokki og 23 km flokkurinn fullur. Hin sígilda leið var þó hlaupin af fjölda fólks, þ.e. 10 km. Þá var einnig boðið upp á þriggja kílómetra skemmtiskokk fyrir yngri kynslóðina.

Fyrst er hlaupið í Reynisfjöru, síðan upp á Reynisfjall, eftir því öllu, yfir þjóðveginn, upp á fjall sem heitir Hatta, svo er hlaupinn fjallahringurinn í kringum Vík og svo niður í þorpið að lokum.

Keppendur voru alls staðar að af landinu. Í samtali við mbl.is nefndi Ragnheiður að Rannveig Oddsdóttir, sú sem fór með sigur af hólmi í 23 km leið kvenna hafi verið að koma frá Akureyri en hefði talið ferðalagið vel þess virði.

„Við erum í fyrsta skipti núna að bjóða upp á þessa 23 kílómetra leið,“ segir Ragnheiður. „Hún hefur gefið mjög góða raun. Það var uppselt fyrir viku, þannig að nú leggjumst við undir feld til að sjá hvort við þurfum að stækka hana fyrir næsta ár,“ segir hún.

Sigurvegarar

Sigurvegari í 23 km hlaupi karla var Sigurjón Ernir Sturluson, á tímanum 01.59.24, fyrir OnRunning/2XU. Í öðru og þriðja sæti voru Örvar Steingrímsson og Guðni Páll Pálsson.

Í 23 km hlaupi kvenna sigraði Rannveig Oddsdóttir, á tímanum 02.22.35, fyrir UFA Eyrarskokk. Í öðru og þriðja sæti voru Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir og Melkorka Árný Kvaran.

Í 10 km hlaupi karla var Tom Solomon í fyrsta, á tímanum 00.47.24, fyrir Veohtu. Í öðru og þriðja sæti voru Arnar Karlsson og Þorbjörn Andrason.

Í 10 km hlaupi kvenna var kona nefnds Tom Solomons í fyrsta sæti, Lisa Tindle að nafni. Hún fór 10 kílómetrana á 01.03.54. Í öðru og þriðja sæti þar voru Eyrún Ösp Birgisdóttir og Unnur Arna Eiríksdóttir.

Sigurvegari í 23 km hlaupi karla var Sigurjón Ernir Sturluson, …
Sigurvegari í 23 km hlaupi karla var Sigurjón Ernir Sturluson, á tímanum 01.59.24, fyrir OnRunning/2XU, hér fyrir miðju. Í öðru og þriðja sæti voru Örvar Steingrímsson, til vinstri, og Guðni Páll Pálsson, til hægri. Ljósmynd/Jónas Erlendsson
Í 10 km hlaupi karla var Tom Solomon í fyrsta, …
Í 10 km hlaupi karla var Tom Solomon í fyrsta, á tímanum 00.47.24, fyrir Veohtu. Í öðru og þriðja sæti voru Arnar Karlsson,t.v., og Þorbjörn Andrason, t.h. Ljósmynd/Jónas Erlendsson
Í 23 km hlaupi kvenna sigraði Rannveig Oddsdóttir, á tímanum …
Í 23 km hlaupi kvenna sigraði Rannveig Oddsdóttir, á tímanum 02.22.35, fyrir UFA Eyrarskokk, fyrir miðju. Í öðru og þriðja sæti voru Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir og Melkorka Árný Kvaran. Ljósmynd/Jónas Erlendsson
Í 10 km hlaupi kvenna var Lisa Tindle sigurvegari. Hún …
Í 10 km hlaupi kvenna var Lisa Tindle sigurvegari. Hún fór 10 kílómetrana á 01.03.54. Í öðru og þriðja sæti þar voru Eyrún Ösp Birgisdóttir og Unnur Arna Eiríksdóttir. Ljósmynd/Jónas Erlendsson





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert