Mótmæla hærri arðgreiðslum

Sundahöfn er stærsta höfnin í innflutningi. Í fyrra fóru 352 …
Sundahöfn er stærsta höfnin í innflutningi. Í fyrra fóru 352 þúsund gámaeiningar um Faxaflóahafnir mbl.is/Kristinn Magnússon

Félag atvinnurekenda mótmælir áformum um háar arðgreiðslur Faxaflóahafna til eigenda sinna, sem Reykjavíkurborg hefur lagt til.

„Við mótmælum því að þjónustugjöld, sem eiga að standa undir eðlilegum rekstri og uppbyggingu hafnanna, séu þannig nýtt sem skattstofn af borgaryfirvöldum,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í samtali við Morgunblaðið.

Blaðið sagði frá því í frétt á fimmtudaginn að í greinargerð Reykjavíkurborgar með ársreikningi Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2018 væri bent á að svigrúm fyrirtækisins til aukinna arðgreiðslna til eigenda væri mikið. Reykjavíkurborg er langstærsti eigandi Faxaflóahafna sf. með 75,6% hlut.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag bendir Ólafur Stephensen á að innflutningsfyrirtæki greiði drjúgan hluta af tekjum Faxaflóahafna í formi vörugjalda. Þeirrar gjaldtöku gæti að sjálfsögðu í verðlagi innfluttra vara. Mikill meirihluti innflutnings til landsins komi í gegnum Faxaflóahafnir. Gjaldskrá vörugjalda hafi hækkað um 17% frá ársbyrjun 2015, eða nærri 6 prósentustig umfram almennar verðlagshækkanir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert