Eldur í gámum á Selfossi

Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar til á þriðja tímanum í nótt …
Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar til á þriðja tímanum í nótt vegna málsins. mbl.is/Hjörtur

Eldur logaði í tveimur ruslagámum fyrir aftan verslun Krónunnar á Selfossi í nótt og voru Brunavarnir Árnessýslu kallaðar til á þriðja tímanum í nótt til þess að slökkva eldinn. RÚV segir frá þessu og birtir myndskeið frá vegfaranda af eldinum.

Ekkert tjón varð á verslunarkjarnanum né á nærliggjandi bílum, en gámarnir eru ónýtir. Eldsupptök eru ókunn en lögreglan lögreglan á Suðurlandi segir að grunur sé uppi um að kveikt hafi verið í gámnum, samkvæmt frétt RÚV um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert