„Þetta kemur sér mjög illa“

„Það er einhver kólnun í hagkerfinu sem er samspil margra …
„Það er einhver kólnun í hagkerfinu sem er samspil margra þátta. Vonandi fer þetta upp á við á næsta ári,“ segir forstjóri Vinnumálastofnunar mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta kemur sér mjög illa núna. Þetta eru utanaðkomandi aðstæður ofan á aðra óáran. Það er einhver kólnun í hagkerfinu sem er samspil margra þátta. Vonandi fer þetta upp á við á næsta ári,“ segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar um uppsagnir Icelandair á  flugmönnum í dag.  

Icelandair sleit ráðninga­samn­ingi við 24 flug­menn sem hófu þjálf­un á MAX vél­arn­ar síðasta haust og höfðu hafið störf áður en vél­arn­ar voru kyrr­sett­ar. Einnig var stöðvuð þjálf­un 21 nýliða sem til stóð að hæfu störf sem flug­menn á Boeing 737 MAX vél­ar fé­lags­ins í sum­ar. 

Spurð um uppsagnir í maímánuði sagði Unnur að ekki væri hægt að gefa upplýsingar um þann fjölda. Þær upplýsingar lægju fyrir líklega eftir helgi.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert