„Við Keith verðum hér enn“

Ragnar Axelsson og Einar Geir Ingvarsson, hönnuður bókarinnar og sýningarinnar …
Ragnar Axelsson og Einar Geir Ingvarsson, hönnuður bókarinnar og sýningarinnar Jökuls.

„Vísindamenn spá því að íslensku jöklarnir verði horfnir innan 150 til 200 ára,“ sagði Ragnar Axelsson ljósmyndari á fyrirlestri fyrir boðsgesti við opnun sýningar sinnar, Jökull eða Glacier, í Alfred Nobel-galleríinu í Sænska húsinu í Washington á dögunum. „Þá verðum við reyndar flest farin – nema hvað við Keith Richards verðum hérna ennþá!“ bætti hann við og uppskar mikinn hlátur, að sögn Einars Geirs Ingvarssonar, hönnuðar sýningarinnar, sem einnig var á staðnum. „Það getur verið gott að byrja á léttu nótunum í svona fyrirlestrum til að brjóta ísinn,“ segir Einar Geir.

Bráðnun jökla er þó vitaskuld grafalvarlegt mál. „Ég sagði fólki að ímynda sér fimm þúsund fótboltavelli en þeim nemur bráðnun jökla á Íslandi á einu ári. Það er mjög mikilvægt að ljósmynda á norðurslóðum á þessum miklu breytingatímum, mannlífið alveg eins og jöklana,“ segir Ragnar en í hópi boðsgesta voru háttsettir embættismenn. Sýningin, sem tengist því að Ísland hefur tekið við formennsku í Norðurskautsráðinu, mun standa fram í september en einnig stendur til að setja hana upp í Seattle og New York. Og svo víðar um heim.

Keith Richards (t.h.) í banastuði á tónleikum með Rolling Stones.
Keith Richards (t.h.) í banastuði á tónleikum með Rolling Stones. AFP
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert