Hornsteinar og Gagnkvæmni á Höfðatorgi

Verkið Gagnkvæmni eftir Sigrúnu Ólafsdóttur, annað tveggja verka sem valið …
Verkið Gagnkvæmni eftir Sigrúnu Ólafsdóttur, annað tveggja verka sem valið var til frekari útfærslu. Ljósmynd/Aðsend

Útilistaverkin Hornsteinar, eftir Kristinn E. Hrafnsson, og Gagnkvæmni, eftir Sigrúnu Ólafsdóttur, hafa verið valin til standa á Höfðatorgi. Verkin voru valin eftir að efnt var til samekppni um verk sem staðsett yrði á sameiginlegu torgi á svæðinu.

Markmið samkeppninnar var að finna listaverk, eitt eða fleiri, sem myndu sóma sér vel og styrkja torgið sem samkomustað íbúa og almennings.

Hugmyndin var að gefa listamönnum tækifæri á að leggja fram sitt listræna svar við þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað á Höfðatorgi.

Haldið var opið forval meðal myndlistarmanna og voru fimm listamenn valdir til að vinna sínar tillögur áfram í seinna þrepi samkeppninnar. Þátttakendum var gefið algert frelsi til að túlka umhverfið og tíðarandann við að móta sína list fyrir þetta ákveðna rými. Í seinna þrepi samkeppninnar tóku eftirtaldir listamenn þátt: Finnbogi Pétursson, Sigrún Ólafsdóttir, Kristinn E. Hrafnsson, Sigurður Árni Sigurðsson og Ýmir Jónsson.

Eins og áður sagði voru verkin Hornsteinar og Gagnkvæmni valin til frekari útfærslu. Hægt er skoða verkin og þær tillögur sem bárust á fyrstu hæð Höfðatorgs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert