„Það er í lagi að svindla á Íslandi“

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að niðurstaða Samgöngustofu að svipta Procar ekki starfsleyfi sendi skýr skilaboð: „Það er í lagi að svindla á Íslandi.“ Þetta kemur fram í færslu Jóhannesar á Facebook.

Segir hann niðurstöðuna algjörlega óásættanlega og sendi ferleg skilaboð um rekstrarumhverfi bílaleiga á Íslandi og veiki traust á eftirlitsstofnuninni. Segir hann bílaleigu strax hafa kallað eftir skýrum afleiðingum og málið kom upp. „Hér er því orðið morgunljóst að fyrirtækin eru mun ábyrgari en eftirlitsstofnunin sem þau falla undir,“ segir Jóhannes.

Í gær var greint frá því að tillögur fyrirtækisins að úrbótum hefðu verið taldar fullnægjandi að mati Samgöngustofu. Þór­hild­ur Elín El­ín­ar­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Sam­göngu­stofu, sagði í sam­tali við mbl.is að komið hafi í ljós við úr­vinnslu máls­ins að lag­aramm­inn hafi ekki verið „eins víðtæk­ur og ætla mætti“ en seg­ir að við vinnsl­una á máli Procar hafi reglur­amm­inn verið „nýtt­ur eins og hægt er.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert