Eftirsóttur söngvari

Benedikt Kristjánsson tenór.
Benedikt Kristjánsson tenór. Ljósmynd/Stephan Roehl

Tenórsöngvarinn Benedikt Kristjánsson hefur vakið töluverða athygli í Þýskalandi og nágrannalöndunum.

Nýverið gaf þýska útgáfufyrirtækið GENUIN út fyrstu sóló-geislaplötu hans, Drang in die Ferne, sem hefur fengið mikið lof gagnrýnenda í Þýskalandi.

Hann verður með útgáfutónleika í Hofi á Akureyri 11. júní og í Hörpu 13. júní. 8., 9. og 10. júní syngur hann með Mótettukór Hallgrímskirkju á Kirkjulistahátíð í kirkjunni.

Benedikt hefur verið önnum kafinn sem sjálfstætt starfandi söngvari síðan hann flutti til Berlínar í september 2008. Hann útskrifaðist frá Hanns Eisler-tónlistarháskólanum í Berlín í febrúar 2015, hélt marga tónleika meðan á náminu stóð, hefur stöðugt verið á ferðinni síðan og er bókaður um tvö ár fram í tímann. Hann syngur einkum í Þýskalandi, Hollandi, Tékklandi, Austurríki og Sviss og verður stundum að bregðast hratt við.

Sjá viðtal við Benedikt í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert