Sinueldur á Álftanesi

Tilkynnt var um sinueldinn um klukkan tíu í kvöld.
Tilkynnt var um sinueldinn um klukkan tíu í kvöld. mbl.is/Eggert

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um sinubruna við bæinn Dysjar á Álftanesi í Garðabæ í kvöld, en þar brennur svæði sem er u.þ.b. fimmtíu sinnum fimmtíu metrar að flatarmáli. Svæðið sem um ræðir er þúfótt og erfitt viðureignar.

Dælubíll er á staðnum og einhvern tíma mun taka að slökkva í sinunni samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Þá er gróður þurr í kjölfar hlýinda og sólar undanfarnar vikur.

Slökkviliðið hefur stjórn á brunanum og hjálpar það til að lítill vindur er á Álftanesi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert