Algengt að fólk telji rafrettur meinlausar

Algengt er orðið að sjá fólk með rafrettur hér á …
Algengt er orðið að sjá fólk með rafrettur hér á landi og víðar. mbl.is/​Hari

Krabbameinsfélagið hefur miklar áhyggjur af vaxandi notkun unglinga og ungs fólks á rafrettum. Þetta segir Sigrún Elva Einarsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá Krabbameinsfélagi Íslands, í Morgunblaðinu í dag.

Hún segir algengt að fólk telji rafrettur meinlausar og skýli sér bak við þá fullyrðingu að þær séu skárri kostur en sígarettur. Sigrún bendir á að nýlegar fréttir af því að fimm einstaklingar hafi þurft að leita á Landspítalann á árinu með gat á lunga eftir rafrettureykingar gefi aldeilis vísbendingu um hversu verulega neikvæð áhrif varan geti haft á heilsuna.

„Við erum ansi hrædd um að þetta séu bara fyrstu punktarnir sem séu að fara beina ljósi að því hversu mikil heilsufarsvá þetta er,“ segir Sigrún. Hún segir mikið áhyggjuefni hversu margt ungt fólk, sem hefði líklega aldrei reykt án tilkomu rafrettna, sé byrjað að „veipa“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert