Himnasending í Hallgrímskirkju

Í Saurbæ. Frá hægri: Valdís Inga Valgarðsdóttir, Þráinn Haraldsson, Ásta …
Í Saurbæ. Frá hægri: Valdís Inga Valgarðsdóttir, Þráinn Haraldsson, Ásta Jenný Magnúsdóttir og Jón Valgarðsson sóknarnefndarformaður. Gluggann prýðir listaverk eftir Gerði Helgadóttur og verður skipt um hann í sumar.

Bára Grímsdóttir og Chris Foster flytja þjóðlagatónlist í Hallgrímskirkju í Saurbæ á hvítasunnudag. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröð, sem hófst í maí til styrktar viðhaldi á kirkjunni og uppbyggingu á staðnum.

Tónleikaröðin er hugarfóstur Jóseps Gíslasonar, sem er ættaður frá Grafardal og Draghálsi. Eitt sinn í fyrrasumar, þegar hann vitjaði leiða ættingja og þreif legsteina í kirkjugarði Hallgrímskirkju, segist hann hafa tekið eftir því hvað kirkjan hafði látið á sjá. „Fyrir skömmu setti Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður inn mynd af kirkjunni og hafði orð á hinu sama,“ segir Jósep. „Þá kviknaði þessi hugmynd hjá mér að setja eitthvað svona í gang til þess að lífga upp á staðinn og gera eitthvað fyrir hann.“

Jósep fékk þrjá úr sóknarnefndinni, Ástu Jenný Magnúsdóttur, Valdísi Ingu Valgarðsdóttur og Jón Valgarðsson, ásamt Alexöndru Chernyshovu sópransöngkonu með sér til að skipuleggja tónleikaröðina og segir að árangurinn sé framar öllum vonum. Guðmundur Sigurðsson orgelleikari og kór Saurbæjarprestakalls hafi riðið á vaðið 12. maí, kór Akraneskirkju hafi verið með tónleika 30. maí og fram undan séu tvennir tónleikar á mánuði út ágúst.

Sjá samtal við Jósep Gíslason í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert