Lítil úrræði við heilaskaða

Guðrún Harpa Heimisdóttir, formaður Hugarfars, hefur lengi barist fyrir vitundavakningu …
Guðrún Harpa Heimisdóttir, formaður Hugarfars, hefur lengi barist fyrir vitundavakningu stjórnvalda og almennings um málefni fólks með ákominn heilaskaða og aðstandendur þeirra. Almennt er lítil þekking á málinu. mbl.is/Arnþór Birkisson

Guðrún Harpa Heimisdóttir, formaður Hugarfars, félags fólks með ákominn heilaskaða, segir um 2.000 manns hljóta höfuðáverka árlega á Íslandi. Um 300 þeirra glíma við langvarandi afleiðingar og jafnvel fötlun.

Að sögn Guðrúnar Hörpu er verulegur skortur á úrræðum fyrir fólk sem hefur orðið fyrir heilaskaða og telur hún mikla vankanta vera á greiningarferli fólks sem hlýtur slíkan skaða. Þá segir hún töluverðan fjölda fólks vera án greiningar.

Sjálf hlaut Guðrún Harpa heilaskaða fyrir nokkrum árum og segir hann hafa haft mikil áhrif á líf sitt og aðstandenda, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

„Það sem hafði mest áhrif á mig var í raun úrræðaleysið eftir að ég lenti í þessu. Ég fékk ekki strax viðeigandi aðstoð,“ segir Guðrún Harpa, sem leitaði aðstoðar geðdeildar í kjölfarið. „Þetta er náttúrlega ekki sýnilegt. Þú lítur í spegil og sérð ekki að neitt sé að þér nema kannski að þú ert með ör eftir glerbrot,“ segir hún. Þá segir Guðrún Harpa skort á góðu greiningarferli kostnaðarsaman fyrir samfélagið og bendir á að margir sem hljóta heilaskaða lendi „í kerfinu“ í kjölfar úrræðaleysis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert