Situr pikkfast vegna deilu um lífeyrismál

Fundur hjá Sáttasemjara í deilu Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins.
Fundur hjá Sáttasemjara í deilu Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins. mbl.is/Árni Sæberg

Allt er orðið pikkfast í kjaradeilu Starfsgreinasambands Íslands og Eflingar við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna djúpstæðs ágreinings um jöfnun lífeyrisréttinda.

Engin hreyfing komst á viðræðurnar á sáttafundi í fyrradag og næsti sáttafundur er ekki boðaður fyrr en 19. júní.

„Við munum ekki ræða kaup og kjör nema þetta sé leyst,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, í Morgunblaðinu í dag. „Við viljum klára þetta mál. Það er algerlega ófrávíkjanlegt af okkar hálfu.“

Stéttarfélögin krefjast þess að sveitarfélögin standi við samkomulag um jöfnun lífeyrisréttinda félagsmanna þeirra sem vinna hjá sveitarfélögunum. Sveitarfélögin kannast ekki við að það standi upp á þau að bæta þeim þetta upp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert