„Þetta endaði vel“

Vinir og ættingjar björguðu brúðkaupsveislunni í gær eftir að garðhúsgögnunum …
Vinir og ættingjar björguðu brúðkaupsveislunni í gær eftir að garðhúsgögnunum var stolið. Ljósmynd/Aðsend

Garðhúsgögn, stólar og nokkur borð sem tekin voru úr garði á Brekkustíg aðfaranótt laugardags eru komin aftur í sinn heimagarð. Auk þess komu fleiri hlutir, sem horfið höfðu úr görðum í vesturbæ Reykjavíkur, í leitirnar.

Dagrún Árnadóttir greinir frá því í Facebook-hópi vesturbæjarins að allt hafi skilað sér á sinn stað.

„Þetta endaði vel,“ segir Dagrún.

Það má kannski segja að allt hafi skilað sér degi og seint en í gærkvöldi var haldin brúðkaupsveisla í garðinum.

Dagrún sagði í samtali við mbl.is í gær að sést hefði til konu um klukkan fimm aðfaranótt laugardags með hluta húsgagnanna.

Lögreglan hafi haft samband við móður hennar, sem býr á Brekkustígnum, og þær hafi vitjað húsgagnanna í garði í nágrenninu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert