Málið til skoðunar hjá ráðuneytinu

Tyrkneska landsliðið í fótbolta mætti til Íslands í gær, en …
Tyrkneska landsliðið í fótbolta mætti til Íslands í gær, en þeir keppa við íslenska landsliðið á morgun í undankeppni EM. AFP

Íslenskum stjórnvöldum hefur borist formlegt erindi frá tyrkneska sendiráðinu í Noregi þar sem kvartað var undan meðferð tyrkneska landsliðsins við komuna til Keflavíkur í gær og meintra tafa sem urðu á vegabréfaeftirliti.

Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins staðfesti í samtali við mbl.is að erindið hafi borist og að ráðuneytið ynni nú að því að afla nánari upplýsinga um málið og að erindinu verði svarað þegar þar að komi.

Sveinn segir að í erindi sínu hafi tyrknesk yfirvöld óskað skýringa á töfum við eftirlitið og hvers vegna það hafi tekið þann tíma sem það tók.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia sagði í samtali við mbl.is að eftirlitið hafi þó ekki tekið mikið lengur en klukkustund sem þyki eðlilegt miðað við fjölda.

Þá segist Sveinn ekki vita hvað manninum sem þóttist taka viðtal við landsliðsfyrirliðann Emre Belözoglu með klósettbursta hafi gengið til og að það sé ekki íslenskra stjórnvalda að segja hvað hafi vakið fyrir honum.

Tyrkir hafa lýst yfir mikilli óánægju yfir þeirri meðferð sem landsliðið fékk á Leifsstöð í gær. Þannig hefur meðal annars talsmaður Recep Tayyip Erdoğan forseta, Ibrahim Kalin lýst yfir óánægju sinni á Twitter og upplýsingafulltrúi tyrkneska forsetaembættisins, Fahrettin Altun, sömuleiðis. 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert