Þrír látnir eftir flugslys í Múlakoti

mbl.is/Sverrir

Þrír eru látnir og tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Land­spít­al­ann í Foss­vogi eftir að flugvél skall til jarðar við Múlakot í Fljótshlíð á níunda tímanum í gærkvöld.

Að sögn lögreglunnar á Suðurlandi er líðan hinna slösuðu stöðug.

Rann­sókn­ar­deild lög­reglu­stjór­ans á Suður­landi fer með rann­sókn máls­ins og nýt­ur aðstoðar rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa og tækni­deild­ar lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. 

Tilkynnt var um flugslys nálægt flugvellinum við Múlakot í Fljótshlíð um 20.30 í gærkvöld. Eldur var þá laus í flugvélinni. Fjölmennt lið lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutninga HSU, ásamt tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar fóru á staðinn.

Viðbragðsteymi Rauða krossins var sent á vett­vang til að veita vitn­um að at­vik­inu sál­ræn­an stuðning.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert