Einu sinni á ágústkvöldi hittir í mark

Helga Kvam píanóleikari, Þórhildur Örvarsdóttir og Pálmi Óskarsson í Hannesarholti.
Helga Kvam píanóleikari, Þórhildur Örvarsdóttir og Pálmi Óskarsson í Hannesarholti. mbl.is/GSH

Helga Kvam píanóleikari og söngvararnir Pálmi Óskarsson og Þórhildur Örvarsdóttir hafa slegið í gegn með flutningi á sönglögum Jónasar og Jóns Múla Árnasona og á næstu tónleikum, sem verða í október, ætlar þríeykið að syngja lög eftir Davíð Stefánsson í tilefni þess að 100 ár eru frá því ljóðabók hans Svartar fjaðrir kom fyrst út.

Tónlistarfólkið fékk styrk frá Listasumri á Akureyri til þess að halda tónleikana „Einu sinni á ágústkvöldi“ í Hofi í fyrrasumar. „Upphaflega áttu aðeins að vera þessir einu tónleikar en þetta vatt upp á sig,“ segir Pálmi. Síðan hafa þau verið með dagskrána á Dalvík, Húsavík, Vopnafirði, Hvammstanga, Kópaskeri, fyrir eldri borgara á Akureyri og í Hannesarholti í Reykjavík ekki alls fyrir löngu. „Það var sérstaklega gaman að sjá fjölskyldur Jónasar og Jóns Múla á tónleikunum í Hannesarholti,“ segir Pálmi.

Þetta er reyndar ekki eina sameiginlega verkefni þeirra undanfarin misseri því síðastliðinn Valentínusardag, 14. febrúar, voru þau með „Ástarsögur“ í Hofi.

Sjá samtal við  Pálma í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert