Skiptu þungum málmum út fyrir koltrefjar

Nýr Formula student kappakstursbíll RU19 var kynntur í dag.
Nýr Formula student kappakstursbíll RU19 var kynntur í dag. Ljósmynd/Aðsend

Nýr Formula student kappakstursbíll, RU19, sem smíðaður er af nemendum í Háskólanum í Reykjavík var afhjúpaður í HR í dag. Hópur nemenda Háskólans í Reykjavík mun keppa á bílnum í Hollandi í sumar. Hópurinn heitir RU Racing og var stofnaður árið 2015.

Liðið hefur tekið þátt í Formula Student kappaksturskeppninni þrisvar sinnum, með nýjum bíl á hverju ári, og er þetta í fjórða sinn sem haldið er út til keppni. Best náði liðið 15. sæti á Silverstone brautinni árið 2017. Í Hollandi í sumar mun liðið keppa við 70 lið frá háskólum hvaðanæva að.

Hópur nemenda Háskólans í Reykjavík keppir á bílnum í Hollandi …
Hópur nemenda Háskólans í Reykjavík keppir á bílnum í Hollandi í sumar. Hópurinn heitir RU Racing og var stofnaður árið 2015 Ljósmynd/Aðsend

RU Racing hefur hingað til gengið mjög vel í keppninni og hefur alltaf komist í gegnum allar öryggisprófanir og í aksturskeppni. Með samstarfi við nokkur af stærstu tæknifyrirtækjum landsins, meðal annars Össur, Marel og CCP, hafa liðsmenn aflað sér mikillar þekkingar og reynslu í hönnun og smíði.

Liðið hefur betrumbætt bílinn mikið frá því í fyrra, meðal annars með því að bæta við fram- og afturvængjum, endurbæta kælikerfið og létta bílinn á ýmsan hátt með því að skipta út þungum málmum fyrir koltrefjar.

Nýr bíll var frumsýndur í dag.
Nýr bíll var frumsýndur í dag. Ljósmynd/Aðsend
Bíllinn var kynntur í dag.
Bíllinn var kynntur í dag. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert