Gekk 100 kílómetra á 36 klukkutímum

Einar Hansberg á meðan á göngunni miklu stóð.
Einar Hansberg á meðan á göngunni miklu stóð. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta var miklu erfiðara en ég átti von á. Ástandið á líkamanum er eiginlega skelfilegt og sársauki allstaðar en allt í góðu samt,“ segir Einar Hansberg Árnason í samtali við mbl.is eftir að hann lauk 100 kílómetra göngu nú fyrr í morgun.

Einar kom í mark klukkan fjórar mínútur yfir átta í morgun og hafði því gengið í 36 klukkutíma og 4 mínútur, eða síðan klukkan átta á föstudagskvöld. Hann lét sér ekki nægja að ganga 100 kílómetra heldur gerði hann æfingar á tveggja klukkutíma fresti.

Sigurður Ágúst Guðbjörnsson frændi Einars lést úr krabbameini rétt áður …
Sigurður Ágúst Guðbjörnsson frændi Einars lést úr krabbameini rétt áður en hann varð 60. Tvö ár eru liðin frá andláti hans. Ljósmynd/Morgunblaðið

Gangan tók eðlilega mikið á líkamann og var Einar nokkuð bólginn í kringum ökklana og upp sköflunginn, hann slapp þó sem betur fer við blöðrur. Hann gerir ráð fyrir því að það taki eina til tvær vikur að jafna sig og var á leiðinni í heitan pott þegar mbl.is náði tali af honum.

„Þessi ganga er tákn­ræn, því hún er þrauta­ganga eins og krabba­mein er, og hliðaræf­ing­arn­ar lýsa vel hliðar­verk­efn­um og aukaþraut­um sem koma upp á þegar fólk er veikt af krabba­meini,“ sagði Ein­ar í sam­tali við mbl.is í gær. Hann gekk einmitt til styrktar Krabbameinsfélagi Hvammstangahéraðs og í minningu frænda síns sem lést úr krabbameini fyrir sléttum tveimur árum.

Ljósmynd/Aðsend

Stutt er síðan Einar lét til sín taka og safnaði til styrktar góðu málefni með því að róa 500 kílómetra sem tók um 55 klukkustundir. Hann segir varla hægt að segja hvort verkefnið hafi verið erfiðara. „Þetta er svo ólíkt. Róðurinn var erfiðari andlega enda inni í herbergi með sama sjónarhorn og sömu hreyfingu allan tímann. Gangan var meira álag á fætur en það var hægt að upplifa náttúruna og veðrið,“ útskýrir hann.

Reikn­ings­núm­er fé­lags­ins er Krabbameinsfélags Hvammstangahéraðs er 0159-05-400210 og kennitala 410695-2949. Tekið er við áheit­um á reikn­ing­inn.

Veðrið og náttúran voru Einari hliðholl.
Veðrið og náttúran voru Einari hliðholl. Ljósmynd/Instagram
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert