Víða væta á þjóðhátíðardegi Íslendinga

Hitaltölurnar verða á bilinu 14 til 19 stig á suðvesturhorninu, …
Hitaltölurnar verða á bilinu 14 til 19 stig á suðvesturhorninu, aðeins svalara fyrir norðan og austan. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er útlit fyrir norðlæga átt hjá okkur á morgun og skýjað fyrir norðan og austan, en léttskýjað suðvestan lands fram eftir degi,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur um veðurspána fyrir 17. júní, þjóðhátíðardag Íslands, í samtali við mbl.is.

Seinni partinn á morgun segir hún útlit fyrir að það verði einhver væta allvíða, rigning um landið norðanvert og skúrir sunnanlands. Höfuðborgarbúar þurfi þó ekki að örvænta. „Það verður áfram þurrt á vestanverðu landinu, þar af á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Birta Líf.

„Hitatölurnar verða á bilinu 14 til 19 stig á suðvesturhorninu, aðeins svalara fyrir norðan og austan. Annað kvöld kólnar frekar skarpt fyrir norðan og verður jafnvel nálægt frostmarki um nóttina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert