Höfnuðu beiðni ísbúðar um notkun nafnsins Eden

Hveragerðisbær vill halda Eden-nafninu í bænum.
Hveragerðisbær vill halda Eden-nafninu í bænum. mbl.is/RAX

Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar neitaði á dögunum að veita eigendum ísbúðar í bænum leyfi til þess að nota nafnið Eden.

Bæjarstjórn barst einnig erindi frá Gísla Steinari Gíslasyni sem mæltist til þess að nafnið færi ekki til annars aðila meðan áformað væri að á lóð tívolísins í Hveragerði risi verslunar- og þjónustukjarni, sem haldið gæti nafninu Eden á lofti.

Eden verði haldið í Hveragerði

Í tillögu meirihlutans segir að frá árinu 2010 hafi Hveragerðisbær átt vörumerkið Eden og að það sé skráð hjá Einkaleyfastofu. „Var það ávallt ætlunin að þessu vörumerki væri haldið í Hveragerði og það notað ef og þegar starfsemi er líktist sem mest þeirri starfsemi sem áður var í Eden yrði komið á laggirnar,“ segir meirihlutinn. Þarft og jákvætt sé að nú hafi á ný verið opnuð ísbúð í Hveragerði, en sá rekstur sé ekki í þeim anda sem fólk almennt tengi við Eden.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert