Jarðskjálfti í Bárðarbungu

Bárðarbunga.
Bárðarbunga. mbl.is/Þórður

Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist í Bárðarbunguöskjunni klukkan 22:30 í kvöld. Tveir smáskjálftar hafa mælst í kjölfarið, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.

Þar segir að upptök skjálftans hafi verið á fimm kílómetra dýpi.

Í athugasemd jarðvísindamanns á vef Veðurstofunnar kemur fram að enginn órói hafi mælst á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert