Ökumaðurinn er alvarlega slasaður

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ökumaður bílsins sem valt í Norðurárdal í nótt er alvarlega slasaður. Tveir voru í bílnum, karl og kona, og er farþeginn minna slasaður. Talið er að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum í lausri möl í vegkantinum með þeim afleiðingum að hann valt út af veginum, að sögn lögreglu. 

Slysið átti sér stað á Vesturlandsvegi við Hreimsstaði upp úr kl. 23 í gærkvöldi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og lenti hún á Landspítalanum um klukkan eitt í nótt með fólkið.

Þjóðveginum var lokað á meðan unnið var á vettvangi og lauk þeirri vinnu um klukkan þrjú í nótt. Unnið er að rannsókn slyssins.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert