Hittust eftir hálfa öld

Krakkarnir á Holtinu. Milli 40 og 50 manns mættu í …
Krakkarnir á Holtinu. Milli 40 og 50 manns mættu í garðveisluna, en sumir þeirra komu seinna en aðrir. mbl.is/Arnþór Birkisson

Frumbyggjar og börn þeirra á Holtinu í Kópavogi gerðu sér glaðan dag saman síðastliðinn sunnudag, en mörg þeirra höfðu ekki hist í yfir hálfa öld.

Holtið var á enda Digranesvegar í austurbænum, teygði sig að sveitabænum Digranesi og byggðist á sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar. Þar eru nú meðal annars götuheitin Digranesheiði, Tunguheiði og Skálaheiði. Jón Baldur Þorbjörnsson, sem enn býr í Kópavogi, ákvað að bjóða fólkinu heim til sín, fyrst og fremst til þess að rifja upp liðna tíð, en ekki síst til þess að styrkja vinskapinn.

Jón segir að hann hafi starfað sem leiðsögumaður frá 1983 og það sé eins og að vera í siglingum, menn ráði ekki sínum næturstað. Því hafi hann fjarlægst gamla og góða vini og jafnvel ekki náð að fylgja þeim síðasta spölinn. „Það er dapurlegt eftir langt vinasamband, sem rofnaði reyndar í um 50 ár,“ segir hann og minnist uppvaxtaráranna á Holtinu. „Það er leiðinlegt að hafa ekki getað kvatt gamla vini af tilhlýðilegri virðingu.“ Hann bætir við að í stað þess að naga sig í handarbökin hafi hann ákveðið að blása til samkomu og endurnýja kynnin áður en það yrði of seint.

Sjá samtal við Jón Baldur í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert