Eldur í rjóðri við FSu

Facebook-síða Brunavarna Árnessýslu

Brunavörnum Árnessýslu barst tilkynning um eld í rjóðri við Fjölbrautarskóla Suðurlands um miðnætti í nótt. Dælubíll og slökkviliðsmenn frá Selfosseiningu slökkviliðsins voru sendir á vettvang til þess að ráða niðurlögum eldsins. Þetta kemur fram í færslu á Facebook. 

Vegfarandi varð var við eld og reyk og hringdi eftir slökkviliði en þarna virðast einhverjir hafa ákveðið að kveikja sér varðeld í þurrum gróðrinum. Áður en slökkvilið kom á vettvang slökktu lögregla og vegfarandinn eldinn en slökkviliðsmenn slökktu í glæðum og bleyttu vettvang vel til þess að koma í veg fyrir að eldurinn tæki sig upp aftur í þurrum gróðrinum.

Talsverð hætta hefur veið á gróðureldum í sumar vegna mikilla þurrka en í nótt fór að rigna á Suðurlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert